ÞJÓNUSTA
Fjölbreytt þjónusta fyrir fyrirtæki og stofnanir
VALIT AFRITUN | BACKUP
Eru tekin afrit af mikilvægum gögnum á þínum vinnustað? Leikur grunur á að öryggisafrit virki ekki sem skyldi?
Með Valit Afritun getur þú afritað netþjóna og annan búnað, s.s. Microsoft 365, OneDrive, útstöðvar og fleira , á einfaldan og öruggan máta.
VALIT VÖKTUN | SOC
Er einhver að vakta þitt tölvukerfi?
Vantar þig betri yfirsýn yfir búnað í rekstri?
Með virkri vöktun er hægt að minnka líkur á rekstrartruflunum.
Að vera með Valit Vöktun þýðir að tölvukerfið er vaktað allan sólarhringinn, árið um kring.
VALIT SÍMKERFI | VOICE
Er símkerfið orðið gamalt og lúið og starfsfólkið nú þegar að nota Microsoft Teams?
Með áskrift að Valit Símkerfi nýta fyrirtæki Microsoft Teams hugbúnaðinn sem alhliða símkerfi. Það er einfalt, þægilegt og hentar fyrir bæði Windows og Mac og appinu má hlaða niður í Androd, iOS og Windows farsíma og önnur helstu snjalltæki.
VALIT REKSTUR | OPERATION
Hefur þitt fyrirtæki þörf fyrir aðstoð við rekstur á Microsoft umhverfinu?
Við hjá Valit ráðgjöf höfum yfir 20 ára reynslu af rekstri tölvukerfa, jafnt stórra sem smárra. Hjá fyrirtækinu starfar öflugur hópur sérfræðinga sem kann að nýta möguleika upplýsingatækninnar til fulls og býr auk þess yfir sérþekkingu á netöryggismálum.
VALIT 365 | MICROSOFT 365
Við sjáum um rekstur á þínu skýjaumhverfi frá A–Ö svo þú þurfir þess ekki!
Með Valit 365 getur þú verið fullviss um að skýjaumhverfið virki fyrir þitt fyrirtæki og allar innbyggðar öryggisstillingar séu notaðar.
VALIT ÖRYGGI | SECURITY
Vantar þig aðstoð eða ráðgjöf varðandi netöryggismál?
Valit býður fyrirtækjum og stofnunum upp á víðtæka ráðgjöf og þjálfun í öryggismenningu og öryggisvitund starfsfólks auk þess að aðstoða við gerð öryggisstefnu sé þess þörf.