YubiKey frá Yubico
YubiKey öryggislykillinn frá Yubico tilheyrir næstu kynslóð af auðkenningaröryggi.
- Efnislegur USB öryggislykill
- Lykilorðalaus aðgangur
- Öruggari en marglaga auðkenningar (MFA)
- Fjórum sinnum fljótlegra að skrá sig inn
YubiKey öryggislykillinn frá Yubico tilheyrir næstu kynslóð af auðkenningaröryggi. Öflug tveggja þátta auðkenning sem veitir vernd gegn mannlegum mistökum og netglæpum.
Netglæpi má nær alltaf rekja til skorts á öryggisvitund og mannlegra mistaka á borð við að smella á svikahlekki af vangá. Þeir sem stunda vefveiðar nýta sér slíkt til að komast yfir gögn og svindla á einstaklingum og fyrirtækjum. Á hverri sekúndu á sér stað vefveiðaárás og af hverjum tíu netglæpum eru níu til komnir vegna stolinna innskráningarskilríkja.
SMS, farsímaöpp til auðkenningar og eldri aðgangskóðar eru viðkvæmir fyrir háþróuðum ógnum nútímans. Ef sama lykilorð er notað í mörgum tilfellum getur einn leki opnað aðgang að öllu sem viðkomandi er að gera á netinu. Hættulegt er að vista lykilorð í vafra því öflugur hugbúnaður óprúttinna aðila getur komist yfir lykilorð í vafranum og þá er voðinn vís.
Hefðbundnar aðferðir við auðkenningu hafa ekki beint talist vera notendavænar og áætlað er að rúmlega helmingur fólks treysti ennþá á notandanafn og lykilorð til að auðkenna sig á netinu. Sú aðferð hefur ekki reynst vera farsæl, þess vegna kemur YubiKey til sögunnar gerir innskráningu einfalda, fljótlega og umfram allt örugga.
YubiKey getur hjálpað
YubiKey er margverðlaunaður öryggislykill, eins konar endurhugsuð, efnisleg „hardware“ auðkenning sem verndar hið mannlega með því gera þreytta MFA-auðkenningar óþarfar. Það getur verið auðvelt að komast framhjá því sem eru allt að forneskjulegar, marglaga auðkenningar. Losaðu þig við allar getgátur og tryggðu auðkenni starfsfólksins, dragðu um leið úr kostnaði við tækniaðstoð og upplifðu óviðjafnanlega notendaupplifun með YubiKey.
YubiKey styður sterkustu vefveiðavörn (e.phising-defence) sem fáanleg er með WebAuthn/FIDO (aðallykill) og Smart Card/PIV auðkenningu.
Hvernig virkar YubiKey?
Með YubiKey þarftu ekki lengur að teygja þig í símann til að opna forrit, eða leggja á minnið og slá inn kóða. Þú einfaldlega snertir YubiKey til að staðfesta auðkenningu og þú ert inni!
YubiKeys eru fáanlegir í fjölmörgum formhlutföllum, styðja margar auðkenningarreglur og vinna með hundruðum forrita og þjónustum. Þeir þurfa hvorki farsímatengingu né rafhlöður, eru vatnsþolnir, þola að kremjast og endast mjög lengi
Sendu fyrirspurn til okkar á
info@valit.is og við höfum samband.
Deila pistli


