Gagnagíslataka – Valit ráðgjöf er með 11 ráð gegn gagnagíslatöku
Netárásir á tölvukerfi eru mun algengari en fólk almennt gerir sér grein fyrir þar sem einungis er fjallað um hluta þeirra í fjölmiðlum. Þessar árásir geta verið af margvíslegum toga og valdið bæði fyrirtækjum og einstaklingum fjárhagslegu tjóni auk þess sem óprúttnir aðilar geta komist yfir viðkvæmar persónuupplýsingar. Ein versta og jafnframt algengasta tegund netárasa er svokölluð gagnagíslataka þegar hakkarar brjótast inn í tölvukerfi og nýta sér veikleika kerfanna til að dulkóða gögn og krefjast síðan lausnargjalds fyrir gögnin.
Oft er þetta gert á þann hátt að fólki eru sendir sýktir hlekkir í tölvupósti og ef það smellir á hlekkinn þá opnast hakkaranum leið inn í kerfið og að gögnunum sem það hýsir. Valit ráðgjöf sérhæfir sig í öllu sem viðkemur netöryggi og bendir á eftirtalin 11 atriði sem geta gagnast í baráttunni við netárásir og gagnagíslatöku.
Öryggisúttekt
– Mikilvægt er að láta fara fram ítarlega öryggisúttekt, gera öryggisáætlun og loka á núverandi veikleika.
Ruslpóstur
– Uppruna flestra netárása má rekja til tölvupósta. Valit ráðgjöf veitir aðstoð við að draga úr umfangi ruslpósta, verjast vefveiðum og minnka um leið líkurnar á innbroti.
Lykilorðaöryggi – Nauðsynlegt er að virkja til fulls alla öryggisþætti í tölvukerfinu; s.s. að loka eða takmarka aðgengi að USB skráargeymslum, auka kröfur varðandi lykilorð, stilla tímamörk á skjám notenda og takmarka aðgang að útstöðvum.
Öryggisvitund – Allir notendur tölvukerfisins þurfa að vera vel meðvitaðir um gagnaöryggi; kunna skil á tölvupóstaárásum og kunna verklagsreglur í þaula. Valit ráðgjöf er með virkt kennsluefni á netinu og hannar m.a. öryggisstefnur fyrir fyrirtæki.
Uppfærslur á hugbúnaði – Afar mikilvægt er að hugbúnaður frá fyrirtækjum á borð við Microsoft, Adobe og Java sé uppfærður reglulega til að gæta fyllsta öryggis. Valit ráðgjöf býður sjálfvirkar uppfærslur á hugbúnaði til verndar helstu veikleikum og þekktum árásum.
Fjölþátta auðkenning – Notið alltaf fjölþátta auðkenningu þar sem hún er í boði; hvort sem er innan fyrirtækis, á sýndarnetum (VPN) og jafnvel samfélagsmiðlum. Fjölþátta auðkenning eykur öryggi gagna og aðgengis að kerfum, þó svo lykilorðum hafi verið stolið eða lekið.
Öryggi útstöðva – Verndið tölvurnar og gögnin fyrir spilliforritum, vírusum og netárásum með háþróuðu endapunktaöryggi. Nýjasta tækni verndar betur gegn aðsteðjandi ógnum og getur jafnvel afturkallað eða stöðvað árásir og gagnagíslatöku.
Djúpnetsskönnun – Það getur verið mikilvægt að vita í rauntíma hvaða lykilorð og reikningar hafa lekið á djúpnetið (Dark Web). Valit ráðgjöf skannar djúpnetið og grípur til aðgerða til að vernda viðskiptavini gegn stolnum lykilorðum og aðgengi óprúttinna aðila.
Deila pistli


